Veislumatur við öll tækifæri.
GRILLVAGNINN
GRILLMATUR Í VEISLUNA ÞÍNA
Grillvagninn notar eingöngu fyrsta flokks hráefni. Við eldum alvöru mat fyrir alvöru fólk.
Við komum með allan búnað sem við þurfum, allt sem til þarf fyrir matinn og til að gera þína veislu fullkomna komum við með diska, hnífapör og servettur svo að þú getir haldið veislu án þess að þurfa að hugsa um uppvask þegar veislunni líkur.
Ef þið hafið óskir um breytingar á matseðli þá finnum við lausn á því. Það er ekkert sem við getum ekki eldað.
Fjöldin fyrir matseðla 1-4 þarf að vera fleiri en 20 og hamborgara 40 eða fleiri.
Viltu forrétt eða eftirrétt? Ekkert vandamál við reddum því.
Hafðu samband og við gerum þér/ykkur tilboð í ykkar veislu. ATH. Greitt er fyrir þann fjölda sem pantað er fyrir.
Munið að veislan er ávallt ykkar svo berið fram ykkar óskir og við skulum sjá hvort ekki sé hægt að uppfylla Þær.
Það var frábært að nýta þjónustuna ykkar, enda snögg í svörum, reddið öllu og afskaplega elskuleg í þokkabót! Og það sem mestu máli skiptir: Hópurinn var í skýjunum með matinn ykkar og fóru klárlega út með bros á vör. Bestu þakkir fyrir okkur, ég hlakka til að panta ykkur aftur! Perla.
Nordic Visitor
Grillvagninn mætti með einvalalið á 200 manna árshátíð og þau leystu verkefnið með stakri prýði. Maturinn var frábær, starfsfólkið einstaklega elskulegt og umgengni öll til fyrirmyndar. Þægileg og fagmannleg þjónusta sem hægt er að mæla heilshugar með, 5 stjörnur af 5 😊
Rangárþing ytra
Mig langaði að þakka kærlega fyrir okkur vegna brúðkaupsins um helgina. Starfsfólk fagmannlegt og fært, maturinn frábær og frágangur til fyrirmyndar. Við erum afskaplega ánægð með þjónustu Grillvagnsins og munum mæla með því til allra okkar vina. Bestu þakkir að búa svo vel um fyrir borðhald í brúðkaupinu okkar
Matthías og Kateryna
Sælir! Ég leita til ykkar vegna góðrar umsagnar bæði varðandi gæði matar og einstök liðlegheit og þjónustulund ykkar. Síðasta hrósið sem ég heyrði um ykkur var eftir fjölskylduveislu s.l. laugardagskvöld sem haldin var í Skeifunni þar sem þið sáuð um matinn. Vilborg