top of page

UM OKKUR

hverjir erum við

Feðgar.jpg

Grillvagninn var stofnaður árið 1990 af þeim feðgum Hafsteini Gilssyni og Svani Hafsteinssyni. Grillvagninn hefur því verið starfræktur í yfir 20 ár. Höfuðstöðvar Grillvagnsins var um langt árabil staðsett við Melgerði í Mosfellsbæ.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og hafa þeir feðgar verið með mörg járn í eldinum.  Meðala annars hafa þeir rekið saman veitingastaðin Smárétti sem staðsettur var í Lækjargötu, Smárétti sem var við Grensásveg og Sælkeran svo eitthvað sé nefnt.
Svanur Hafsteinsson kaupir fyrirtækið af föður sínum að stórum hluta árið 2008 og hefur rekið það af miklum myndarskap síðan.

Umsvif Grillvagnsins hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum.
Árið 2010 festi Grillvagninn kaup á nýju húsnæði við Flugumýri í Mosfellsbæ og flutti öll starfsemin á því ári frá Melgerði. Er óhætt að segja að það hafi orðið bylting fyrir fyrirtækið á allri aðstöðu og aðbúnaði.
Bílafloti Grillvagnsins hefur stækkað jafnt og þétt og telur nú 7 fullbúna eldhúsbíla, 1 sendibíl sem útbúinn er með stóru grilli og borði auk tveggja Grillvagna. Fleirri öflug grill eru tiltæk ef með þarf i stærri grillveislur.

bottom of page